23 oktomber kl.12:24

Hæhæ það eru smá pælingar í gangi hjá mér núna,sko ég skil ekki hvernig það er hægt að leggja svona milkið á litið saklaust barn.....frá byrjun sko hún fékk kvef og hálsbólgu þann 9 okt seinastliðin þega við vorum staddar í danmörku,svo var þetta bara orðið smá meira þar sem hún fór að kasta upp og hefur gert það í 5 daga og svo kom niður gangur og er hann einnig búin að standa einnig í 5 daga.Ég hélt nú að hún væri að jafna sig þannig ég dreif mig austur á eskifjörð en NEI var ekki svo heppin þetta litla saklausa barn,svo var haldið heim á leið í gær og beint til læknis með dömuna og vorum við send þaðan niðrá BARNASPÍTALA HRINGSINS en þar fóru einnig nokkrar rannsóknir fram og þeir áhváðu að gefa henni 2 daga í viðbót til að jafna sig og efa það hefst ekki þá verður tekið í taumin,EN AFHVERJU ER HÆGT AÐ LEGGJA SVONA MIKIÐ Á 7MÁNAÐAGAMALT BARN??? er engan vegin samþykkja það.

En þá fer að líða af því að ég fer að byrja vinna og vá hlakkar pínu tilGlottandibyrja á að vinna bara aðra hverja helgi og 1-2 kvöld í vikum svona til að byrja með,vinn bara þegar ingvar er heima.

Já svo hringði ég í leikskólan sem ég sótti um á fyrir Heiði Ösp og þá fékk ég að vita að hún fær lofað svar HAUSTIÐ 2008,spáið í það þá verður hún 2ára og gott betur en það,þannig ég varð að sækja um dagmömmu til að komast nú eitthvað út aðvinna næstu 2 ár,og hún byrjar þar í janúar en það verður bara aðhafa það.

Jæja svo var það Haustskemmtunin hjá VST sem var haldin núna á laugardaginn seinasta,við áhváðum að skella okkur og sé ég nú svoldið eftir því...en já það var haldið í IÞRÓTTAHÚSINU  Á Egilsstöðum,og var dágóður mannfjöldi þar,og fullt af skemmtiatriðum og matur að sjálfsögðu sem ég var nú ekki alveg að fíla (önd og eitthvað annað kjöt svo einhver sykur hunangssósa em var alveg viðbjóðsleg og lét magan finna fyrir því) en eftir rétturinn var besta af öllu hefði vilja fá ábót af því ískaka nammmm svo þegar maturinn var búin þá hefði ég alveg getað farið og skellt í mig einni pulsu...Svo var það að sjálfsögðu balli eftir þetta mað BUFF þeir eru mjög góðir en nennti samt ekki að vera þarna þar sem ég átti veikt barn heim og svo mátti lika alveg halda að þetta hafi verið elli samkoma HE HE HE

Jæja ætla að kveðja ykkur í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vá! það er mikið í gangi hjá þér... ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.10.2006 kl. 12:52

2 Smámynd: Petra

já alltaf nóg að gera he he

Petra, 23.10.2006 kl. 13:36

3 identicon

Æææ....litla skottan. Hefur hún ekki bara þessa óhepni frá mömmu sinni? ;) Bestu kveðjur frá snjónum á Akureyri...jibbí. ;)

Kolla (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 17:37

4 identicon

veikindi, bölvuð veikindi.. þetta er nátl bra ömurlegt en þetta fer allt vel á endanum :) gangi þér vel í nýju vinnunni ;)
en hittir þú e-a skemmtilega á þessu balli ?

Jhanna (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband