Jólin á enda og áramótin koma í staðin

Jæja þa eru jólin yfirstaðin,og ég vill hér með þakka öllum fyrir allar æðislegu gjafirnar sem þið gáfuð okkur og litlu dóttur okkar. En ég er nú öll að koma til eftir veikindin sem ég lenti í þarna í desember og er að fara vinna fyrstu vaktina mína núna 30 des eftir þetta svo er bara langt frí þangað til ég 15 janúar því þá er litla búin í aðlögun hjá dagmömunni og ég byrja á dagvöktum þá semsagt frá 10-16 á dagin sem er mjög fínn vinnutími. 

En þá er komin 28 desember og það líður að áramótum og árið að enda,en hvað um það þá vöknuðum við mæðgur klukkan 11 í morgun og var það mjög ljúft að sofa og drifum okkur framm og skelltum stubbunum á því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá henni og haldiði ekki að hún hafi svo byrjað að kasta upp á fullu þannig litla dúllan mín er komin með ælupest og vá hvað ég sár vorkenni henni því það er ótrúlega erfitt að horfa uppá svona litið barn vera svona veikt og kveljast við uppköstin,þannig núna eru öll hennar leikföng komin í bað og ætli það sé ekki best að fara drífa sig að klára þrífa þau meðna hún sefur svona vært.

Kveð bara að sinni

ps! mér er mest í skapi að fara læsa síðunni vegna fjölda sem kemur við en skilur ekki eftir sig spor. ætla gá hvort fólk ránkar við sér,annars er bara minnsta málið að læsa henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er alveg sammála þér um það að fólk kann bara ekki að kvitta fyrir sig. Ég fer reglulega inn á síðuna hennar Áslaugar og á þessari síðu koma ca. 1000 manns á dag og akkúrat núna eru bara 6 st. athugasemdir???????

Fólk gæti að minsta kosti skrifað KVITT

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 16:09

2 Smámynd: Petra

Nákvæmlega bara að kvitta þá eru allir sáttir því þá veit maður líka hverjir eru að njósna og vilja ekki að við vitum það

Petra, 28.12.2006 kl. 17:07

3 identicon

kvitt,kvitt ;)  Gleðilegt nýtt ár , kv Svanhildur

Svanhildur (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 12:19

4 identicon

það er komið nýtt ár sko ;)

Hanna (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Petra

Nú ok,ég hlít þá að hafa dottið út aðeins eða bara sofið aðeins og lengi en skal redda þessu á morgun efa daman verður orðin hressari

Petra, 4.1.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband