Vá ég veit ekki hvað er að gerast með mig og bloggið mitt er alveg dottin útúr þessu bara og ekkert heyrst frá mér síðan 2 maí hvað er í gangi eiginlega en hvað um það þá ætla ég að reyna að fara standa mig betur í þessu annað gengur ekki.
Já það er svo sem ekkert voða mikið búið að gerast síðan seinast en alltaf hægt að grafa eitthvað upp.
Við Heiður Ösp skelltum okkur á Eskifjörð yfir sjómannadagshelgina og höfðum það kósi hjá ömmu(langömmu) og nutum þess í botn að vera komnar í smá frí en svo var fríið bara svo stutt og við hálf svektar að hafa ekki lengri tíma því það hefði verið æði að geta veið í viku en ekki bara eina helgi en hvað um það við erum að fara austur núna í byrjun júlí og planið er að stoppa í mánuð eða lengur og vá hvað það verður gott að njóta þess vera þarna í fríi.
En svo er ég hætt að vinna vegna mikillar veikinda á sjálfri mér og er í stanslausu eftirliti en þetta er allt vonandi á réttri leið eða það vona ég allavega.
Svo svona fyrir þá sem ekki vita það þá er barn 2 komið á stað sem þýðir að ég er ólétt einsog flestir kannski fatta alveg og það barn er væntanlegt 28 desember á besta tíma ársins en svona barnsins vegna ætla ég að reyna að halda í mér fram yfir áramót hehe.
Svo er litla prinsessan að fara byrja á leikskóla í í ágúst vonandi og þar mun hún una sér vel ef ég þekkibarnið mitt vel.
Jæja þá er 17 júní búin og það var alveg æði að fara þar sem skemmtikraftarnir voru og söngurinn og allt það því veðrið var svo gott að maður náði að vera úti í heilan dag sem var æði enda er ég komin með roða í andlitið sem gerist nú ekki oft.
Veða að koma með smá sem gerðist í dag þannig var að ég fór með Heiði Ösp til dagmömmunar klukkan 10 í morgun og ég fer svo lengst niðrí bæ að snúast eitthvað svo klukkan hálf 12 þá hringir dagmamman og segir mér að Heiður Ösp sé orðin veik og vilji ekkert borða og aumingja barnið bara grætur og grætur þannig ég bruna heim og sækji barnið í pössunina og fer með hana heim og gef henni að borða og svona og hún hakkar í sig einsog ég veit ekki hvað og svo fer hún að sofa og ég get sko bara sagt ykkur það að barnið mitt var sko langt frá því að vera veikt vildi bara komast heim til mömmu.
Jæja ætla að drífa mig í sturtu og svo í rúmið
góða nótt
Athugasemdir
Mikið var ;)
sjáumst í júli !!
Svanhildur (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.