Já er vöknuð til lífsins

 Jæja þá er ég komin aftur og ætla að reyna að standa mig eitthvað í þessu bloggi en málið er bara að það er alltaf svo mikið að gera hjá mér að það gefst engin tími í að blogga en jæja hvað um það.

Er allavega komin 24 vikur á leið sem segir mér það að ég er meira en hálfnuð með meðgönguna semsagt komin yfir hættutímabilið sem er léttir :)  En það má segja það að heppnin eltir mig ekki uppi því núna er ég ný búin að jafna mig eftir gallsteinakast sem stóð yfir í næstum 6 klukkutíma þrátt fyrir að hafa fengið 2 verkja sparutur í æð en svona er þetta bara,er allavega eitthvað að hressast sem er gott merki um bata.

Svo er bara að passa hvað maður lætur ofaní sig ekkert fitandi ja eða hvað þá sukkulaði og þessháttar þannig núna verður tekið alvarlega á mataræðinu svo ég komist í fríið mitt með dóttur minni eftir 8 daga,þá er ég að meina að ég má ekki borða pylsur,hakk,ekkert smjör,ekki djupsteiktanmat og svona get ég talið endalaust upp þið vitið svosem flest hvað ég er að meina.

Svo er bara danmerkur ferðin á næstu dögum og verð ég að vera dugleg að standa mig í mataræðinu svo ég þurfi ekki að sleppa þessari ferð,ég ætla mér sko að versla allar jólagjafirnar úti því þá þarf ég ekki að vera torðast héran í kringlunni og smáralind kasólétt rétt fyrir jól það er nátturlega bara ekki að ganga því maður á víst engan forgang þótt maður sé óléttur en jæja ætli ég verði nú ekki að fara hætta í bili því læknirinn kallar.

Smá af skottunni minni svona í lokin,hún er orðin 18mánaða þessi elska og er svo dugleg að hjálpa mömmu sinni þegar hún er búin að leikskólanum á dagin og svo notar hún bumbuna mína sem tommu og finnst það gaman hehe

 Jæja kem aftur sem fyrst með fréttir en gæti samt dregist þar til ég kem frá danmörk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu vel með þig, góða mín.  Bið að heilsa í bæinn.

Tóta (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband