ENGAN ENDI AÐ TAKA...

Jæja það hefur nú ekki verið mikið bloggað hérna síðustu vikur en skal reyna að bæta það upp...

Heiður Ösp komin með asma en það ættí nú að lagast með tímanum en annars dafnar hún rosalega vel.

En hvernig er hægt að vera svona óheppin það er allt ný búið að gerast eða þá að það er að gerast þessa dagana, bílinn loksins komin í topp stand (var keyptur í byrjun janúar) og búin að vera mikið á verkstæði síðan en það ætti nú að vera komið í lag núna og þá bara kemur eitthvað annað í staðin,sko við vorum bara að horfa á sjónvarpið okkar í góðum fíling hérna á miðvikudagskvöldið þegar það bara slokknar á því og það fer á stand by einsog það sé slökkt með fjarstýringunni en nema hvað að fjarstýringin var á borðinu þannig það passaði ekki alvega og þá vorum við bara vissum að sjónvarpið væri að bila einsog seinast(fyrir 3 árum ca) og áhváðum þá bara að kaupa okkur nýtt til að vera ekki sjónvarpslaus og viti menn það hélt áfram að slokkna á því þannig ég á 2 slónvörp sem eru í topp standi og þá fórum við að testa allt sem gæti ollið þessu og vorum búin að finna út að það væri afruglarinn frá símanum og við búin að skipta öllu út í þeim pakka og fá nýtt og enn slokknar á tækinu og við erum bara alvega strand og vitum ekkert hvað er hægt að gera,þannig ég áhvað að hringja í rafvirkja og hann sagði að ég ætti að tala við loftnetsmann eða sjónvarpsmann og ég veit ekki hvar ég finn svoleiðis menn en hvað um það ég er farin að hallast að því að það er eitthvað rafmagn sem leiðir í sjónvarpið og slær því út en hef samt enga sönnun á því þar sem ég er svo virkilega heimsk að vita ekki hvað þetta gæti verið en þetta er virkilega að gera mig BRJÁLAÐA því það er ekki hægt að horfa á heilna þátt í sjónvarpinu nema standa upp á nokkra mínotna fresti til að kveikja aftur á tækinuDevil

En svo ég haldi nú áfram þá heyrði ég alltaf dropa hljóð hérna inni í húsinu og fór að svipast um og viti menn HÚSIÐ MITT LEKUR LÍKA hvað verður næst segji ég bara þetta ætlar engan endi að taka.

Endilega bendiði mér á einhvern sem getur hjálpað mér áður en ég fer yfir um af sjónvarpsleysi. Já og tala nú ekki um að dóttir mí getur ekki einusinna horft á STUBBANA og hvað þá SÖNGVA BORG og það er engan vegin að ganga.

Kv Fröken pirr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég segi, það má ekki allt ganga upp. Það virðist alltaf vera eitthvap sem kemur upp á um leið og eitthvað annað lagast...

Halldóra (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Petra

Hehe það er alveg rétt hjá þér,og það er ekki lítið sem þetta fer í þaugarnar á mér.

Petra, 24.3.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband