Færsluflokkur: Bloggar

HMM

Jæja það er kannski komin tími á smá blogg en ég veit samt ekki hvað ég á að skrifa því það gerist ekki mikið hjá mér/okkur.

En svona til að segja eitthvað þá er Heiður Ösp farin að tala svo mikið já eða blabbla og það er svo sætt að hlusta á hana og svo það nýjasta er að koma og kyssa mann og vá það er svo krúttilegt en annars dafnar hún rosalega vel og ekkert amar að hjá henni,hún er orðin 14mánaða og komin með 12 tennur sem kallast mjög mikið miða við aldur. 

En svona smá af mér þá líkar mig rosalega vel í vinunni já eða svona þegar ég er ekki veik sem er búið að vera mikið uppá síðkastið en er vonandi yfirstaðið núna.

Ingvar er rétt að klára skólan og byrjar þá að vinna á fullu og verður þá ekki mikið heima við en það reddast.

Ég og Heiður Ösp erum að fara austur um sjómannadagshelgina því það eru víst orðin 10ár síðan ég fermdist uff hvað þetta líður fljótt en svona er þetta bara.

En jæja okkur er farið að hlakka pínu til að fara austur í heimsókn í nokkra daga þótt það sé voða stutt síðan við komum heim en svona er þetta bara.

Jæja ætla að hafa þetta nóg í bili því það er víst komin svefn tími hjá manni.

Endilega munið að kvitta þegar þið komið við því mig finnst svo gaman að sjá hverjir skoða já eða bara kvitta fyrir  sig.

VILDI BÆTA VIÐ AÐ ÞAÐ ER KOMIN NÝ SKOÐUNARKÖNNUN OG GAMAN VÆRI AÐ SJÁ HVAÐ FÓLKI FYNNST ÞANNIG ENDILEGA KOMIÐ MEÐ ÞAÐ SEM YKKUR FINNST.

Góða nótt


Páskafrí á austurlandinu

Jæja þá fer að líða að sumri:) 

Miðvikudaginn 4.Apríl=Farið austur á Hallormstaðí paskafrí

Fimmtudagurinn 5.Apríl=Farið á eskifjörð og hitt fjölskylduna,ömmur og afa já og pabba ekki leiðinlegt en hefði vilja eyða meiri tíma þar en maður ræður víst ekki öllu.

Föstudagurinn 6.Apríl=Farið inná egs í heimsókn til ömmu og afa hans Ingvars og svo til Palla að horfa á x-factor og svo bara brunað heim að sofa

Laugardagurinn 7.Apríl=Bara hangið heim vegna veikinda á okkur mæðgum en svona er þetta bara.

Sunnudagurinn 8.Apríl=Bara njóta þess að slappa af áður en haldið er svo suður á mánudaginn 9.apríl og þá byrjar vinnan aftur og allt sem því fylgir,en það verður bara gott að komast heim þrátt fyrir það.

104_0489104_0492104_0484

Gleðilega Páska allir saman:)

 

 

 


ENGAN ENDI AÐ TAKA...

Jæja það hefur nú ekki verið mikið bloggað hérna síðustu vikur en skal reyna að bæta það upp...

Heiður Ösp komin með asma en það ættí nú að lagast með tímanum en annars dafnar hún rosalega vel.

En hvernig er hægt að vera svona óheppin það er allt ný búið að gerast eða þá að það er að gerast þessa dagana, bílinn loksins komin í topp stand (var keyptur í byrjun janúar) og búin að vera mikið á verkstæði síðan en það ætti nú að vera komið í lag núna og þá bara kemur eitthvað annað í staðin,sko við vorum bara að horfa á sjónvarpið okkar í góðum fíling hérna á miðvikudagskvöldið þegar það bara slokknar á því og það fer á stand by einsog það sé slökkt með fjarstýringunni en nema hvað að fjarstýringin var á borðinu þannig það passaði ekki alvega og þá vorum við bara vissum að sjónvarpið væri að bila einsog seinast(fyrir 3 árum ca) og áhváðum þá bara að kaupa okkur nýtt til að vera ekki sjónvarpslaus og viti menn það hélt áfram að slokkna á því þannig ég á 2 slónvörp sem eru í topp standi og þá fórum við að testa allt sem gæti ollið þessu og vorum búin að finna út að það væri afruglarinn frá símanum og við búin að skipta öllu út í þeim pakka og fá nýtt og enn slokknar á tækinu og við erum bara alvega strand og vitum ekkert hvað er hægt að gera,þannig ég áhvað að hringja í rafvirkja og hann sagði að ég ætti að tala við loftnetsmann eða sjónvarpsmann og ég veit ekki hvar ég finn svoleiðis menn en hvað um það ég er farin að hallast að því að það er eitthvað rafmagn sem leiðir í sjónvarpið og slær því út en hef samt enga sönnun á því þar sem ég er svo virkilega heimsk að vita ekki hvað þetta gæti verið en þetta er virkilega að gera mig BRJÁLAÐA því það er ekki hægt að horfa á heilna þátt í sjónvarpinu nema standa upp á nokkra mínotna fresti til að kveikja aftur á tækinuDevil

En svo ég haldi nú áfram þá heyrði ég alltaf dropa hljóð hérna inni í húsinu og fór að svipast um og viti menn HÚSIÐ MITT LEKUR LÍKA hvað verður næst segji ég bara þetta ætlar engan endi að taka.

Endilega bendiði mér á einhvern sem getur hjálpað mér áður en ég fer yfir um af sjónvarpsleysi. Já og tala nú ekki um að dóttir mí getur ekki einusinna horft á STUBBANA og hvað þá SÖNGVA BORG og það er engan vegin að ganga.

Kv Fröken pirr


1 árs prinsessa

Guð spáið í þessu hún dóttir mín er að fara detta í 1árs aldurinn eftir 2 daga uff hvað þetta er fljótt að líða þegar maður hefur eitthvað að hugsa um. En hér mekur ein mynd af dömunni sem ég náði af henni standandi.mynd_W4QlUj

Vá mér líður ekki einsog það sé að koma ár síðan hún kom í heimin heldur bara nokkrir dagar:)´

En ég er komin með vinnu á leikskóla og byrjaði þar 19 febrúar og þar er góður starfsandi sem er mjög gott. En nuna er ég bara heima með einhverja flensu sem er að gera útaf við mig en jæja best að fara elda ofaní fólkið mitt.


HVAÐ ER AÐ???????

Jæja þá er Söngvakeppnin búin og komið í ljós hver fer út að keppa og ég get bara sagt ykkur það sem mér finnst.....

1) Mér finnst Eiríkur ekki flottur á sviði og átti þetta ekki skilið.

2) Hann er búin að fá sitt tækifæri áður og klúðraði því þannig hann átti ekki skilið að komast áfram.

3) Þá finnst mér að það megi allveg senda einhvern annan út.

4) Það á að gefu þessum nýju þáttakendum sjens og ég veit að 1 af þeim getur unnið þetta með pomp og prakt.

5) Að mínu mati þá stóð Andri Bergmann sig lang best af þessum keppendum.

6) Gefa öðrum keppendum sjens á að gera sitt besta þar sem Eiríkur er búin með sinn sjéns og gat ekki gert það sem hann ætlaði sér þá þannig afhverju að gefa honum annan sjéns?

 

En jæja svona fór þetta en þetta var nátturlega bara glatað val hjá þjóðinni gjörsamlega útí hróa HVAÐ ER AÐ


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin tími á smá

Jæja það er orðið pínulangt síðan seinast en svosem ekkert mikið búið að gerast hjá mér nema það að ég er orðin atvinnilaus og hangi bara heima að gera ekkert sem er mjög slæmt fyrir geðheilsuna en svona er þetta bara. En þá er allavega að líða að 1 árs afmæli hjá litlu skvísuni minni juhu alveg ap verpa 1 árs en annars veit ég ekki hvað ég á að segja ykkur meira þannig ég er bara farin að elda.

 

En ég hef áhveðið að læsa síðunni minni þannig ef þið viljið fá aðgang þá bara hafið samband við mig


Aldur og hræðsla

Jæja góðu lesendur þá er þetta dagur lífs  mins því núna í dag eru komin 24 ár síðan ég leit dags sins ljós og vá hvað þetta er fljótt að líða en svona svo tið hafið þar á hreinu þá er ég ekki nema 20 ára í anda sem er fínt .    

Mín dreif sig á rúntinn í gær kvöldi með vinkonu minni og það kvöld var bara æði þar sem við vorum að rifja upp fullt að gömlum minningum frá barnæsku og vá hvað það var gaman hehe og sló klukkan hálf 2 þá áhvað ég að skutla henni heim þþar sem hún býr í mosó og svo var brunað heim á leið og þegar ég var komin uppá höfða þá sé ég að einhver grár bíll keyrir á eftir mér og það alla leiðina uppí Hafnafjörð þá fer hjartað gjörsamlega á hundrað hjá mér og hræðslan komin gjörsamlega í hámark og ég held áfram og passa mig á að gefa engin stefnuljós svo ég sæi nú hvort hann væri virkilega að elta mig og já hann gaf ekki stefnuljós heldur og ég sat þarna í bílnum mínum og hugsaði að nú væri minn tími komin,scvo tek ég beyjuna uppí mitt hverfi og nissan micra á eftir mér enþá og inní mína götu og hann á eftir og heilan hring í götunni og hann á eftir mér og í hringji og vel Ingvar og segji honum að drulla sér út og það alla leið niðrá bílastæðið þar sem við leggjum og hann kom út og viti menn að þá bara hvarf bílinn sem veitti mér eftir för af höfðanum. En ég ætlaði ekki að geta sofnað því ég var eitthvað svo hrædd enþá og ýmindaði mér að nú kæmi maðurinn inn að myndir d.... mig en svo var nú ekki sem betur fer. Kannski er þessi maður bara að njósan um okkur og ætlar að brjótast inn hjá okkur þegar við erum ekki heima og RÆNA okkur hmmm. En hver þarf að segja mér það að þessi maður eigi heima í sömu götu og ég hmmm? það eru sára litlar líkur á því myndir ég segja.

 

En jæja ætla að fara njóta afmælisdagssins í botn með litlu familíunni minni þannig ég kveð bara að sinni.

Verið duglega að kvitta fyrir komu ykkar á síðunna mína


Nýr bíll

Jæja þá er orðið pínu langt um liðið en samt voða lítitð að frétta af mér svosem.

En byrja bara á því að segja ykkur að ég fór og verslaði mér eitt stikki bíl um dagin og er líka svona ánægð með hann drauma bíll til margra ára má segja en það er SKODI OCTAVÍA 99 árgerð alveg blóð rauður BARA FLOTTASTUR. 

En já ég bara verð að segja ykkur að hún Sonja systir mín fékk drauma bílinn sinn um dagin og það var BLEIKUR YARÍS og hann er nátturlega líka flottastur með mínum hehe Til hamingju með hann Sonja mín og farðu varlega í umferðinni

En svo er ég byrjuðað vinna í barnafatabúð í hafnafirðinum og líkar það MJÖG vel og launin eru góð eða get allavega ekki kvartað.

Svo var það partýið sem var haldið hérna heima hjá mér laugardagin 13 jan og það heppnaðist svona vel líka og allir í feikna stuði og sing starið alveg að gera sig þar en veit ekki hvort ég sé nokkuð enþá á vinsældar listanum hjá nágrönnunum enþá en það verður bara að hafa það en já þá vor þetta partý fyrir okkur marskrílamömmurnar 2006 og já ég komst að því í dag að ég er sko engin fyllibytta þar sem ég verslaði mér kassa af litlum bjórum með 10 í,en einhverra hluta vegna fann ég ekki vott á mér þótt svo ég hafi drukkið 7 bjóra,jólaglögg og rósavín og engin þýnka hefur enþá komið í ljós enda dreif ég mig frammúr í morgun og fór að' vaska upp og svo skúraði ég allt áður en ég færi að sækja prinsessuna mína til mömmu því hún gista þar og vá ég átti virkilega bátt með mig þegar ég sá hana því ég fékk það á tilfinguna að ég væri slæm móðir að setja barnið mitt í fyrstu nætur gistinguna sína 10 mánaða.

En jæja núna fer maður að eldast bráðum uff er að verða 24ára en HEY ég er samt bara 20 í anda hehe þannig þetta er alltilagi enþá

 

Jæja er að hugsa um að fara koma mér í rúmið því ég þarf að fara á fætur 7 í fyrramálið og fara með prinsessuna í pössun og fara svo heim að dunda mér til 10 og hunskast svo í vinnunna..

Góða nótt 

Munið að kvitta fyrir ykkur:)


HAHAHA

Jæja ég áhvað að koma með smá svona skemmtilegt heit fyrir þá sem þekkja já eð akannsat við þennan mann...hann býr á Egilsstöðum hehehe    bara snild 

 

http://www.youtube.com/watch?v=tlv_kgOgLwo


Já enn og aftur ég

Já þetta er fljótt að líð aþar sem daman er orðin 10 mánaða og farið að segja ýmislegt sem mér datt nú ekki í húg að hún myndi segja fyrren fyrsta lagi 1 árs. En þá er hún byrjuð hjá dagmömmunni og var fyrsta dagin með henni en þá vorum við bara í 30 mín og það gekk svona lala og svo í dag þá var mér bara hent út hjá henni þar sem hún átti að vera ein í 30 mín hjá henni og það gekk svona ljómandi vel.   En svo á morgun verður hún bara heima að kúra hjá mömmu sinni því ég fór með hana í 8 og 10 mánaða skoðun í dag og þar átti hún að fá sprautu en læknirin sagði að hún væri með hita þannig ég þurfti að bruna með hana niðrá landspítala í blóðprufu og svo heim með hana en blóðprufan kom fínt út en hún með hita einsog doksin sagði,hún er semsagt með veiru sýkingu þannig ég það er best að vera ekkert að æði út með litlu skottuna mína meðan hún lasin greið.

 

Jæja ég er semsagt hætt að vinna hjá AKTU-TAKTU vegna þess að þeir eru einfaldlega svikahrappar frá A-Ö,neita fyrir það að ég eigi inni veikindadaga hjá þeim því þeir vilja ekki borga mér þá og svo greiða þér mér ekki fyrir allar þær vaktir sem ég vann seinasta mánuð já og hvað þá veikindadagana sem ég á inni hjá þeim þrátt fyrir vottorðið sem ég skilaði til þeirra.

 

Er að fara í starfsviðtal á leikskólanum á Leikskólanum á Álfarnesi sem heitir KRAKKAKOT á mánudagin næsta og vá hvað það verður gott og gaman að fara vinna á leikskóla aftur það er svo þroskandi að vinna á svona stöðum og líka bara það að maður getur lært ýmislegt á því sem er bara æði og þetta er án efa það skemmtilegasta sem ég hef unnið við enda búin að vera með börn frá 7 ára aldri he he.

 

GLEÐILEGT NÝTT ÁR KÆRU LEYNILESENDUR MÍNIR

OG FASTA LESENDUR  LÍKA SEM KOMIÐ VIÐ OG KVITTIÐ ALLTAF OG TAKK FYRIR GAMLA  ÁRIР  

Bestu Kv Petra  

 

ps! er aðeins að tjekka hversu góða sjón fólkið hefur hehe


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband